Job 26

1Þá svaraði Job og sagði: 2En hvað þú hefir hjálpað hinum þróttlausa, stutt hinn máttvana armlegg! 3En hvað þú hefir ráðið hinum óvitra og kunngjört mikla speki! 4Fyrir hverjum hefir þú flutt ræðu þína, og hvers andi var það, sem gekk fram úr þér? 5Andar hinna framliðnu í undirdjúpunum skelfast ásamt vötnunum og íbúum þeirra. 6Naktir liggja undirheimar fyrir Guði og undirdjúpin skýlulaus. 7Hann þenur norðrið út yfir auðninni og lætur jörðina svífa í tómum geimnum, 8hann bindur vatnið saman í skýjum sínum, og þó brestur skýflókinn ekki undir því, 9hann byrgir fyrir ásjónu hásætis síns með því að breiða ský sitt yfir hana. 10Marklínu hefir hann dregið hringinn í kring á haffletinum, þar sem mætast ljós og myrkur. 11Stoðir himinsins nötra og hræðast ógnun hans. 12Með mætti sínum æsir hann hafið, og með hyggindum sínum sundurmolar hann hafdrekann. 13Fyrir andgusti hans verður himinninn heiður, hönd hans leggur í gegn hinn flughraða dreka. 14Sjá, þetta eru aðeins ystu takmörk vega hans, og hversu lágt hvísl er það, sem vér heyrum! En þrumu máttarverka hans _ hver skilur hana?
Copyright information for Icelandic